Ofboðslega stoltur af árangrinum

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR með Íslandsmeistarabikarinn.
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR með Íslandsmeistarabikarinn. mbl.is / Árni Sæberg

„Þessi Íslandsmeistaratitill er sérstaklega sætur vegna þess að við höfum gengið í gegnum margt í vetur. Við höfum misst leikmenn í meiðsli, Ægir Þór Steinarsson fór til Spánar rétt fyrir úrslitakeppni og þetta hefur verið mikil rússíbanareið,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, í samtali við mbl.is eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

„Það kom auka hungur í að fara alla leið eftir að Ægir Þór fór og það þurftu allir leikmenn að leggja aukalega að mörkum til liðsins til þess að fylla það skarð sem Ægir Þór skildi eftir sig. Við höfðum allan tímann trú á verkefninu og það skilaði sér og markmiðinu er náð,“ sagði Brynjar Þór enn fremur.

„Við urðum deildarmeistarar, bikarmeistarar og núna Íslandsmeistarar í vetur og við erum ofboðslega stoltir af þeim árangri og það er alger snilld að ná að kveðja heiðursmanninn Helga Má Magnússon með þeim hætti,“ sagði Brynjar Þór um frammistöðu KR liðsins í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert