Miami vann oddaleikinn

Goran Dragic átti stórleik með Miami í kvöld og sækir …
Goran Dragic átti stórleik með Miami í kvöld og sækir hér að körfu Charlotte. AFP

Miami Heat komst í kvöld í undanúrslitin í úrslitakeppni Austurdeildar NBA í körfubolta með sigri á Charlotte Hornets og Golden State Warriors vann Portland Trail Blazers í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Vesturdeildinni.

Miami lenti 2:3 undir í einvíginu við Charlotte en vann svo dýrmætan útisigur á föstudagskvöldið og jafnaði metin. Í kvöld var allt loft úr Charlottemönnum á Flórídaskaganum og Miami vann öruggan sigur, 106:73, eftir 54:42 í hálfleik.

Úrslitin réðust í þriðja leikhluta þegar Miami skoraði 29 stig gegn 11. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami og Gerald Green 16. Miami mætir Toronto eða Indiana í undanúrslitum Austurdeildarinnar en oddaleikur þeirra hófst í Toronto nú á miðnætti.

Golden State tók á móti Portland og sigraði 118:106 eftir að hafa komist í 37:17 í fyrsta leikhluta. 

Stephen Curry var áfram fjarri góðu gamni hjá Golden State vegna meiðsla í hné en það kom ekki að sök. Klay Thompson var í miklum ham og skoraði 37 stig, og líkti meira að segja eftir Curry með flottri þriggja stiga körfu. Draymond Green átti líka stórleik en hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar.

Damian Lillard skoraði 30 stig fyrir Portland en ellefu af fyrstu þrettán skotum hans geiguði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert