Martin leikmaður ársins hjá LIU

Martin Hermannsson í leik með LIU í vetur.
Martin Hermannsson í leik með LIU í vetur. Ljósmynd/karfan.is

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, bætti skrautfjöður í hatt sinn á dögunum. Martin var valinn leikmaður ársins hjá LIU-liðinu í Brooklyn en hann og samherji hans, Jerome Frink, voru báðir valdir og deila heiðrinum.

Martin veitti viðurkenningu sinni viðtöku á dögunum á lokahófi íþróttadeildar LIU-háskólans. Þar voru þeir íþróttamenn í skólanum heiðraðir sem þóttu skara fram úr í vetur.

Martin var á sínu öðru tímabili í bandaríska háskólaboltanum í vetur og þótti spila gríðarlega vel. Enda var hann valinn í lið ársins í riðlinum sem LIU spilar í, Northeastern Conference eða NEC.

Meðan á tímabilinu stóð var Martin þrívegis valinn í lið vikunnar í riðlinum. Hann skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og átti 4,7 stoðsendingar að jafnaði á samherja sína. Martin var nýliði í fyrra og var þá valinn í nýliðalið ársins. Var hann í enn stærra hlutverki í vetur en á sínu fyrsta tímabili. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert