Tap í fyrsta umspilsleik Ægis og félaga

Ægir Þór Steinarsson með boltann í leik með KR á …
Ægir Þór Steinarsson með boltann í leik með KR á liðnu tímabili í Dominos-deildinni en þaðan fór hann til Spánar. Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í spænska liðinu Huesca töpuðu í kvöld 1. leik liðsins í umspili um að komast í ACB-deildina, efstu deild spænska körfuboltans. Lokatölur urðu 78:76, San Pablo Burgos í vil.

Ægir lék 23 mínútur í kvöld og skoraði fjögur stig, átti sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og tók eitt frákast. Leikið var á heimavelli San Pablo.

Slæmur 1. leikhluti Huesca varð liðinu á endanum að falli en sá tapaðist 27:18 og hélt lið San Pablo því forskoti inn í hálfleik. Huesca minnkaði muninn í 3. leikhluta í fjögur stig og svo aftur í tvö stig í lokaleikhlutanum en komst ekki lengra.

Bera þarf sigur úr býtum í þremur leikjum til þess að vinna einvígið, en staðan er nú 1:0, San Pablo í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert