Hamar ræður þjálfara

Andri Þór Kristinsson er nýr þjálfari karlaliðs Hamars í körfuknattleik.
Andri Þór Kristinsson er nýr þjálfari karlaliðs Hamars í körfuknattleik. Eva Björk Ægisdóttir

Andri Þór Kristinsson skrifaði í kvöld undir samning við körfuknattleiksdeild Hamars um þjálfun á karlaliði félagsins í meistaraflokki. Þetta kemur fram á heimasíðu Hamars, Hamarsport.is.

Hamar hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Hamar mun því leika aftur í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Andri Þór þjálfaði kvennalið Hamars fyrir nokkrum árum og kvennalið Hauka sem urðu deildarmeistarar í vetur. Andri hefur einnig þjálfað lið Breiðabliks sem og komið við sögu í þjálfun á yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert