Ósigraður í Bandaríkjunum í úrslitakeppninni

Kevin Love t.h. í skotstöðu.
Kevin Love t.h. í skotstöðu. AFP

Kevin Love, kraftframherji Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfuknattleik, hefur ekki enn tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á bandarískri grund. 

Love gekk til liðs við Cleveland Cavaliers frá Minnesota Timberwolves í Vesturdeildinni. Minnesota komst aldrei í úrslitakeppnina í tíð Loves. Hann lék því sína fyrstu leiki í úrslitakeppninni á síðasta tímabili en eins og frægt er snéri Kanadabúinn Kelly Olynyk hann úr axlarlið í fjórða leik Cleveland gegn Boston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Cleveland vann Boston 4:0. 

Í yfirstandandi úrslitakeppni var sópurinn dreginn fram af Cleveland í fyrstu tveimur umferðunum, gegn Detroit Pistons og Atlanta Hawks. Liðið berst nú við Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni, í úrslitarimmu Austurdeildarinnar og er staðan í rimmunni 3:2 Cleveland í vil. Báðir sigrar Toronto komu í Kanada. Því er Kevin Love enn ósigraður í úrslitakeppninni á bandarískri grund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert