Jón Arnór í undanúrslit á Spáni

Jón Arnór Stefánsson var með 12 stig í dag.
Jón Arnór Stefánsson var með 12 stig í dag. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, var öflugur er Valencia komst áfram í undanúrslit ACB-deildarinnar á Spáni í dag. Valencia vann báða leikina gegn Unicaja Malaga, liðinu sem Jón lék með á síðustu leiktíð.

Valencia fór nokkuð létt með Malaga í dag. Leiknum lauk með 88:59 sigri liðsins og var Jón Arnór frábær þær 18 mínútur sem hann spilaði.

Hann var með 12 stig, tvö fráköst og 3 stoðsendingar en ljóst er að liðið er komið í undanúrslit deildarinnar.

Valencia mætir að öllum líkindum Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madrid en liðið þarf bara einn sigur í viðbót gegn Murcia til þess að komast í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert