Hörður framlengir Grikklandsdvölina

Hörður Axel Vilhjálmsson leikur áfram í Grikklandi.
Hörður Axel Vilhjálmsson leikur áfram í Grikklandi. AFP

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við gríska liðið  Rethymno Cretan Kings B.C og mun leika með liðinu á næsta keppnistímabili, en það er frá grísku eyjunni Krít.

Áður hafði Hörður ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku og ganga til liðs við gamla félaga sína í Keflavík. Samningnum fylgdi þó skilyrði að Hörður gæti yfirgefið Keflavík ef spennandi tilboð bærist frá liði erlendis; sem raunin er.

Rethymno hafnaði í áttunda sæti grísku deildarinnar á síðasta tímabili. Hörður lék með Aries Trikala sem hafnaði í níunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert