Íslenska liðið byrjar vel

Silvía Rún Hálfdánardóttir er hér lengst til vinstri á myndinni.
Silvía Rún Hálfdánardóttir er hér lengst til vinstri á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska landsliðið í körfuknattleik kvenna skipað leikmönnum 18 ára og yngri bar sigur úr býtum, 61:52, þegar liðið mætti Portúgal í B-deild Evrópumótsins í Bosníu-Hersegóvínu í dag.  

Silvía Rún Hálfdánardóttir, leikmaður Hauka, var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 21 stig og  Elín Sóley Hrafnkelsdóttir sem nýverið gekk til liðs við Val frá Breiðabliki kom næst með 13 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Rúmeníu, en leikur liðanna fer fram á mánudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert