Stúlkurnar sigruðu Rúmena

U18 ára landsliðið sem leikur í Bosníu þessa dagana.
U18 ára landsliðið sem leikur í Bosníu þessa dagana. Ljósmynd/kki.is

Stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, sigraði Rúmeníu, 62:51, í Sarajevo í dag og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var í aðalhlutverki en hún skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 11 og Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10.

Stúlkurnar leika í B-deild mótsins og þær unnu Portúgal í fyrsta leiknum á laugardaginn með svipuðum tölum, 61:52. Þær eiga eftir að mæta Bosníu og Finnlandi í riðlakeppninni en í B-deildinni leika nítján lið um að vinna sér sæti í A-deild Evrópumótsins. Næsti leikur er gegn Bosníu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert