Árangurinn kom ekki á óvart

Jón Axel Guðmundsson með boltann í úrslitaleik mótsins.
Jón Axel Guðmundsson með boltann í úrslitaleik mótsins. Ljósmynd/Fiba

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var í stóru hlutverki þegar U20 ára landslið Íslands í körfuknattleik hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar í Grikklandi á sunnudag. Þrjú efstu lið keppninnar komast upp í A-deild en Jón Axel og Kári Jónsson, leikstjórnandi Hauka, voru valdir í úrvalslið mótsins.

„Við sögðum alltaf fyrir mótið að við ætluðum að fara þarna til að vinna en hvort menn hafi bara verið að meina það í djóki eða hvað veit ég ekki. Við vissum fyrir mótið að við værum í gríðarlega sterkum riðli og yrði erfitt verkefni að komast upp úr riðlinum,“ sagði Jón Axel í samtali við Morgunblaðið í gær. Ísland var með Hvíta-Rússlandi, Rússlandi, Eistlandi og Póllandi í riðli. Strákarnir töpuðu fyrsta leik, gegn Hvít-Rússum, en litu ekki um öxl eftir það.

Rúllaði eins og snjóbolti

„Eftir fyrsta leik var útlitið ekki bjart en við vissum að það væri möguleiki. Eftir sigurinn á Rússum hugsuðum við að ef við myndum vinna Eistana næsta dag væru ágætar líkur á því að við kæmumst upp úr riðlinum okkar. Svo þegar kemur að Póllandsleiknum þar sem við vissum að sigur myndi gefa okkur fyrsta sæti var ekkert annað í boði nema að koma með íslensku geðveikina og vinna leikinn. Fyrir okkur var það engin spurning hvort við værum að fara að vinna þann leik eða ekki,“ sagði Jón Axel en Ísland vann Pólland í lokaleik riðilsins og mætti Georgíu í 8-liða úrslitum. Úrslitin í þeim leik voru aldrei spurning en sigurstranglegasta lið mótsins, heimamenn, biðu í undanúrslitunum.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert