Vel tekið á móti strákunum

Strákarnir við heimkomuna í nótt.
Strákarnir við heimkomuna í nótt. Ljósmynd/KKÍ

U20 ára landslið drengja í körfuknattleik kom heim frá Grikklandi í gærkvöldi og var tekið á móti því af stjórn KKÍ, foreldrum og forráðamönnum.

Ísland hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar og náði því þeim merka áfanga að komast í A-deild Evrópukeppninnar og er því á meðal 16 bestu þjóða álfunnar. 

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og Haukamaðurinn Kári Jónsson voru að móti loknu valdir í úrvalslið mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert