Stórsigur íslenska liðsins

Liðsmynd af íslenska liðinu eftir að liðið varð Norðurlandameistari á …
Liðsmynd af íslenska liðinu eftir að liðið varð Norðurlandameistari á dögunum. Ljósmynd/kki.is

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri hóf leik í B-deild Evrópumótsins með 97:50 sigri gegn Lúxemborg í Skopje í Makedóníu í dag. 

Eyjólfur Ásberg Halldórsson, leikmaður ÍR, var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig, en hann tók þar að auki 14 fráköst. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, kom næstur með 14 stig, en hann stal auk þess sjö boltum. 

Næsti leikur Íslands er á morgun þegar liðið tekur á móti Tékklandi, en auk fyrrgreindra liða eru Danmörk, Eistland og Holland í C-riðli mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert