Tryggvi tekur sæti Ragnars

Tryggvi Snær Hlinason er í lokahópnum.
Tryggvi Snær Hlinason er í lokahópnum. ljósmynd/FIBA

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur tilkynnt 14 manna hóp sem taka mun þátt í fjórum landsleikjum í undankeppni Evrópumótsins 2017. Athygli vekur að Ragnar Nathanaelsson er ekki í hópnum

Landsliðið var kynnt á blaðamannafundi í dag. Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem munu leika gegn Sviss í fyrsta leik Íslands í undankeppninnni á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöll. Að auki munu Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ólafur Ólafsson ferðast með liðinu í þrjá útileiki sem eru handan við hornið.

Landsliðsþjálfarinn hafði valið 16 manna æfingahóp og detta þeir Darri Hilmarsson og Ragnar Nathanaelsson úr hópi að þessu sinni. Ragnar fór með liðinu á Evrópumótið í Berlín 2015 og hefur verið fastamaður í hópi undanfarin ár. Pedersen ákvað hins vegar að hafa frekar hinn unga Tryggva Snæ Hlinason í hópnum, en Tryggvi leikur með Þór frá Akureyri.

12 manna hópurinn gegn Sviss:

Axel Kárason - Svendborg Rabbits - 52 leikir. 
Kristófer Acox - Furman University - 6 leikir.
Hlynur Bæringsson - án félags - 97 leikir.
Jón Arnór Stefánsson - KR - 84 leikir.
Ægir Þór Steinarsson - San Pablo Inmobiliaria - 35 leikir.
Elvar Már Friðriksson -  Barry University -  13 leikir.
Hörður Axel Vilhjálmsson - Rythmos BC - 51 leikur.
Logi Gunnarsson - Njarðvík - 124 leikir.
Martin Hermannsson - Étoile de Charleville-Mézéres - 38 leikir.
Haukur Helgi Pálsson - Rouen Metropole Basket - 43 leikir.
Tryggvi Snær Hlinason - Þór Akureyri - 2 leikir.
Brynjar Þór Björnsson - KR - 49 leikir.

Þessir leikmenn bætast við hópinn fyrir útileikina þrjá:

Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Doxa Pefkon - 49 leikir.
Ólafur Ólafsson -  St. Clement - 9 leikir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert