Ægir og Ragnar byrjuðu á tapleikjum

Ægir Þór Steinarsson í landsleik.
Ægir Þór Steinarsson í landsleik. mbl.is/Árni Sæberg

Íslensku körfuboltamennirnir í spænsku B-deildinni máttu sætta sig  við ósigra í kvöld þegar fyrstu leikir tímabilsins fóru fram.

Ægir Már Steinarsson skipti um félag í deildinni í sumar og leikur nú með San Pablo. Liðiði tók á móti Forca Lleida og beið lægri hlut, 81:88. Ægir skoraði 6 stig, átti 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst en hann spilaði í 21 mínútu.

Ragnar  Nathanaelsson gekk til liðs við Caceres í sumar frá Þór í Þorlákshöfn en liðið tapaði 77:92 fyrir Palencia á heimavelli. Ragnar spilaði aðeins fimm mínútur og tók eitt frákast en náði ekki að skora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert