Færa körfuboltaleiki vegna Finnaleiksins

KR og Tindastóll mætast í fyrstu umferðinni næsta föstudagskvöld.
KR og Tindastóll mætast í fyrstu umferðinni næsta föstudagskvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert breytingar á fyrstu umferðinni í Dominos-deild karla sem hefst á fimmtudaginn kemur til að rekast sem minnst á leik Íslands og Finnlands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu.

Fjórir leikir af sex í fyrstu umferð deildarinnar áttu að fara fram fimmtudagskvöldið 6. október. Tveimur þeirra hefur nú verið flýtt til klukkan 18 og tveir aðrir færðir yfir á  föstudagskvöld, Njarðvík - Keflavík og KR - Tindastóll.

Fyrsta umferðin verður þar með spiluð sem hér segir:

Fimmtudagur 6. október:
18.00 Grindavík - Þór Þ.
18.00 ÍR - Snæfell
Föstudagur 7. október:
18.00 Þór Ak. - Stjarnan
18.15 Njarðvík - Keflavík
20.00 Haukar - Skallagrímur
20.05 KR - Tindastóll

Leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM karla í knattspyrnu hefst á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 á fimmtudeginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert