Engin lausn í deilunni við Grikkina

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki hefur fundist lausn á þeirri stöðu sem kom upp hjá Herði Axel Vilhjálmssyni, landsliðsmanni í körfuknattleik, eftir að þjálfaraskipti urðu hjá gríska úrvalsdeildarliðinu Rethymno Cretan Kings.

Morgunblaðið greindi frá því í byrjun september að Hörður myndi ekki spila með liðinu í vetur þar sem þjálfarinn sem fékk hann til liðsins væri hættur.

Þjálfarinn hætti vegna samstarfserfiðleika við forseta félagsins. Forsetinn hefur ekki áhuga á leikmönnum sem þjálfarinn fékk til liðsins. Félagið samdi við Hörð í sumar og þarf því að greiða honum upp samninginn ef um starfslokasamning er að ræða. Grikkirnir vilja hins vegar ekki greiða svo mikið og þar stendur málið fast.

Sjá umfjöllun um deilumál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert