Fékk hlutverkið í fangið 17 ára

Pétur Rúnar Birgisson er kominn með mikla reynslu miðað við …
Pétur Rúnar Birgisson er kominn með mikla reynslu miðað við aldur. mbl.is/Golli

Morgunblaðið beinir kastljósinu að leikstjórnanda Tindastóls, Pétri Rúnari Birgissyni, að lokinni 3. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Pétur skoraði 22 stig þegar Tindastóll vann ÍR á útivelli 82:68 en Pétur gaf auk þess 5 stoðsendingar og tók 9 fráköst.

Hlutverk Péturs í Tindastólsliðinu er stórt og gegn ÍR lék hann til að mynda rúmlega 36 mínútur. Samherji hans, Helgi Freyr Margeirsson, segir Pétur vera orðinn vanan hlutverki sínu. „Menn gera sér kannski ekki grein fyrir því að Pétur hefur leynt og ljóst leitt liðið í þrjú ár eða frá því hann var 17 ára. Þá tók hann strax stórt skref þegar liðið fór upp úr 1. deild. Maður heyrir stundum menn tala um að Pétur sé of ungur til að bera uppi lið í toppbaráttu en hann hefur bara alltaf verið í þessu umhverfi frá því hann byrjaði í boltanum. Var alltaf bestur í sínum flokki og einn af bestu leikmönnunum í yngri landsliðunum. Hann er hreinræktaður leiðtogi. Friðrik Ingi (Rúnarsson) minntist á Pétur á Twitter um daginn og benti þá á hversu sterkur Pétur er andlega. Hann er ótrúlega rólegur í öllum þeim aðstæðum sem hann lendir í og finnur sjálfur hvenær hann þarf að taka af skarið. Það hefur Pétur gert upp alla yngri flokka og er ekki nýtt hlutverk fyrir hann. Nýja hlutverkið hans er frekar að dreifa boltanum en hann stendur sig mjög vel í því. Enda er hann með góða leikmenn í kringum sig,“ sagði Helgi.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert