Skallagrímur lék sér að Njarðvík

Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í kvöld.
Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en Skallagrímur vann Njarðvík örugglega á meðan Grindavík vann Snæfell í framlengingu.

Keflavík og Valur áttust við í Dominos-deild kvenna í kvöld, en leikið var í Keflavík.  Leikurinn endaði 84:81 með sigri Keflavíkur.  Leikurinn var jafn nánast allan tímann og ekki mikinn getumun að sjá á liðunum.

Það var svo á lokasekúndum leiksins sem Keflavík hafði að lokum betur eftir miklar hræringar en þegar um 2 mínútur voru eftir af leiknum þurfti Dominique Hudson að yfirgefa völlinn með 5 villur og því alíslenskt lið sem kláraði leikinn fyrir Keflavík. Hjá Keflavík var Hudson stigahæst með 26 stig en næst henni kom Emilía Ósk Gunnarsdóttir með 21 stig. Mia Loyd var í sérflokki hjá Val með 28 stig.

Grindavík vann Snæfell 69:66. Grindvíkingar byrjuðu frábærlega en eftir fyrsta leikhluta var 17 stiga munur á liðunum. Snæfell vann sig inn í leikinn í öðrum og þriðja leikhluta en eftir fjórða leikhluta var staðan jöfn. Því þurfti að fara með leikinn í framlengingu þar sem Grindavík hafði betur með þremur stigum.

Skallagrímur kjöldró þá Njarðvík 85:52. Tavelyn Tillman hefur farið vel af stað með liðinu og var með 26 stig í kvöld. Sigurinn var í raun aldrei í hættu en liðið hélt góðum 30 stiga mun meira og minna allan síðari hálfleikinn.

Haukar unnu þá Stjörnuna 62:58. Haukar héldu fjögurra stiga mun meira og minna allan leikinn en fyrir fjórða leikhluta var leikurinn hnífjafn. Haukar náðu aftur að slíta sig frá Stjörnunni og lokatölur því 62:58.

Grindavík 69:66 Snæfell
Keflavík 84:81 Valur
Skallagrímur 85:52 Njarðvík
Haukar 62:58 Stjarnan

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

40. Grindavík 69:66 Snæfell. Ótrúlegum leik að ljúka í Röstinni. Staðan eftir fjórða leikhluta var 58:58. Eftir kaflaskiptan leik tókst Grindvíkingum að fara með sigur af hólmi. Þrjú stig skildu liðin að í framlengingu og Grindavík með annan sigur sinn í deildinni.

40. Haukar 62:58 Stjarnan. Haukar náðu að klára þetta í fjórða leikhluta. Stigamunurinn aftur fjögur stig og góður sigur Hauka í höfn.

40. Skallagrímur 85:52 Njarðvík. Öruggt hjá heimaliðinu. Tavelyn Tillman með 26 stig hvorki meira né minna. Auk þess með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Carmen var með 13 stig.

40. Keflavík 84:81 Valur. Það var lítið sem breytist í upphafi fjórða leikhluta og þegar um 4 mínútur voru til loka leiks var staðan 71:71 og eins og áður sagði stefndi þetta í að loka sekúndur leiksins myndu skera úr um úrslit kvöldsins.  Það fór svo að Emilía Ósk Gunnarsdóttir tók það í sýnar hendur að vera ákveðin hetja kvöldsins þegar hún varði skot á lokasekúndum leiksins frá Mia Loyd og þar með voru úrslit leiksins ráðinn

30. Haukar 51:50 Stjarnan. Það er allt hnífjafnt fyrir fjórða leikhlutann. Stjarnan búið að vinna sig meira inn í leikinn og þá má búast við frábærum fjórða leikhluta.

30. Skallagrímur 63:32 Njarðvík. Tavelyn Tillman með 13 stig fyrir heimaliðið. Þessi sigur virðist nú þegar vera í höfn hjá liðinu. Kristrún er með 12 stig á bekknum. Carmen er með 11 stig fyrir Njarðvík.

30. Grindavík 38:42 Snæfell. Pálína María er með 13 stig fyrir Snæfell á meðan Helga Hjördís er með 10 stig. Snæfell komið með fjögurra stiga forystu á Grindavík.

30. Keflavík 50:58 Valur. Valur voru komnar í 8 stiga forystu í stöðunni 50:58 og mikil sigling á liðinu þegar um 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. En næstu 8 stig komu frá Keflavík og því aftur orðið hnífjafnt og það tók Keflavík ekki nema um 1:30 mín að jafna leikinn. Í raun komu næstu 11 stig frá Keflavík því Dominique Hudson setti niður þrjú stig og loksins voru Keflavík komnar yfir í leiknum.  66:63 er staðan Keflavík í vil fyrir loka 10 mínútur leiksins.

20. Skallagrímur 37:23 Njarðvík. Fjórtán stiga munur í Borgarnesi. Þrír leikmenn í heimaliðinu með átta stig. Carmen Tyson-Thomas er einnig með átta stig, hún er ekki alveg að finna sig í dag.

20. Grindavík 30:25 Snæfell. Gestirnir heldur betur að koma til baka. Ótrúlegur viðsnúningur og aðeins fimm stig á milli. Það er enginn leikmaður svo sem að setja stigamet hérna en stigin dreifast á leikmenn.

20. Haukar 33:26 Stjarnan. Sólrún Inga er áfram stigahæst í heimaliðinu með 10 stig. Áfram sjö stiga munur.

20. Keflavík 40:43 Valur. Staðan er 40:43 og Valsstúlkur virðast að ákveðnu leyti vera í bílstjórasætinu í þessum leik. Þær hafa verið með forystuna megnið af leiknum en aldrei þó þannig að þær séu að stinga neitt af.  Leikurinn er hraður og skemmtilegur en það er frákastabaráttan sem er að fara illa með heimastúlkur en Valur hefur hrifsað til sín 14 sóknarfráköst.

10. Haukar 21:14 Stjarnan. Sólrún Inga með 6 stig, annars eru stigin að dreifast á allt liðið svipað og í Grindavík og Snæfell. Sjö stiga munur.

10. Grindavík 25:8 Snæfell. Grindavík að vinna með sautján stigum eftir fyrsta leikhluta. Stigin eru að dreifast á allt liðið en mjög óvænt staða eftir fyrsta leikhluta.

10. Skallagrímur 11:15 Njarðvík. Carmen Tyson-Thomas er með sex stig og sex fráköst í dag. Nokkuð rólegur fyrsti leikhluti hjá henni.

10. Keflavík 17:17 Valur. Það er jafnt  á tölum í Keflavíkinni þar sem heimastúlkur spila gegn Val. 17 stig hafa liðin skorað og það er óhætt að segja að það sé eftir gangi leiksins. Lítið um áhlaup hjá liðunum og miðað við þessa byrjun má vera að þessi leikur ráðist ekki fyrr en á loka mínútunni.

1. Leikirnir eru komnir af stað.

0. Lýsingin verður uppfærð eftir hvern leikhluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert