Martin bestur í grátlegu tapi

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Ófeigur

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór á kostum þegar lið hans Charleville tapaði á grátlegan hátt fyrir Provense í miklum spennuleik á heimavelli í frönsku B-deildinni í kvöld, 74:70.

Charleville var einu stigi yfir í hálfleik, 42:41, og spennan hélt áfram allt til enda. Þegar hálf mínúta var eftir var staðan jöfn, 70:70 en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stig leiksins og fóru með fjögurra stiga sigur af hólmi.

Martin var stigahæstur allra í leiknum með 21 stig. Þá tók hann tvö fráköst og gaf níu stoðsendingar, en þess má geta að samanlagt gáfu allir leikmenn andstæðingsins 12 stoðsendingar samkvæmt tölfræði leiksins.

Martin skoraði 26 stig í fyrsta leik sínum með liðinu og sautján stig í þeim næsta, þar sem hann var stigahæstur líkt og í kvöld. Þetta var fyrsta tap Charleville eftir að liðið vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert