Njarðvík losar sig við Jackson

Corbin Jackson í leik með Njarðvík.
Corbin Jackson í leik með Njarðvík. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Corbin Jackson og hefur nú leit að öðrum erlendum leikmanni. Karfan.is greinir frá.

Corbin skilaði um 17 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í fyrstu fjórum umferðum Dominos-deildar karla í körfuknattleik, en Njarðvíkingar eru að leita eftir betra framlagi í teignum.

„Corbin stóð ekki undir væntingum en þökkum við hinsvegar kappanum fyrir hans framlag og óskum honum farnaðar í því sem hann tekur sér fyrir næst,“ segir í tilkynningu frá Njarðvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert