Haukur öflugur í naumu tapi

Haukur Helgi Pálsson í landsleik.
Haukur Helgi Pálsson í landsleik. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haukur Helgi Pálsson var í aðalhlutverki hjá Rouen í kvöld þegar liðið tapaði naumlega fyrir Provence, 76:77, í æsispennandi leik á heimavelli í frönsku B-deildinni í körfuknattleik.

Aaron Broussard, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, tryggði gestunum sigurinn með vítaskoti í lokin en hann gerði 17 stig fyrir Provence.

Haukur var stigahæstur hjá Rouen með 15 stig og átti langflestar stoðsendingar á vellinum, 8 talsins. Þá tók hann 4 fráköst.

Rouen mátti þarna sætta sig við sjöunda tapið í fyrstu níu leikjunum og liðið situr áfram í neðsta sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert