Keflavík vann grannaslaginn

Logi Gunnarsson og félagar mæta Haukum í Dominos-deildinni í kvöld.
Logi Gunnarsson og félagar mæta Haukum í Dominos-deildinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík hafði betur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 78:77. Amin Stevens átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði hann 36 stig og tók auk þess 16 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir Grindavík. 

Njarðvík vann Hauka, 78:73, og Þór Þorlákshöfn vann á móti nöfnum sínum á Akureyri, 73:68. 

Framlegt var í leik Skallagríms og Snæfells eftir að lokatölur urðu 109:109. Skallagrímur var 20 stigum yfir í hálfleik en glæsilegur lokakafli Snæfells tryggði þeim framlenginu. Skallagrímur var ögn sterkari í framlengingunni og skoraði Magnús Gunnarsson sigurkörfuna í blálokin. 

Haukar - Njarðvík 73:78
Grindavík - Keflavík 85:92
Skallagrímur - Snæfell 122:119
Þór Þ. - Þór Ak. 73:68

40. Þremur leikjum er lokið. Leikur Skallagríms og Snæfells fer í framlengingu eftir magnaðan lokakafla hjá Snæfellingum. 

30. Enn skiptast liðin á að hafa forystu í Hafnarfirði. Nú eru Njarðvíkingar aftur komnir yfir og hafa þeir sex stiga forskot. 

Keflavík náði góðum kafla á móti Grindavík og munar 13 stigum á liðunum. Skallagrímur eykur muninn gegn Snæfelli og Þórsararnir tveir berjast enn í jöfnum og spennandi leik. 

20. Hálfleikur. 

Haukar eru búnir að snúa leiknum gegn Njarðvík sér í vil og eru þeir með fimm stiga forskot í hálfleik. 

Leikur Grindavíkur og Keflavíkur er enn mjög jafn og Skallagrímur er að stinga Snæfell af. 

Þór Þ. og Þór Ak. eru í ansi spennandi leik í Þorlákshöfn. 

10. Njarðvíkingar fara betur af stað í Hafnarfirði og eru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. 

Grindavík er með nauma forystu á granna sína í Keflavík og Skallagrímur er yfir gegn stigalausum og föllnum Snæfellingum. 

Þór Þ. er svo að hafa betur í baráttunni um nafnið. 

1. Leikirnir eru hafnir 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert