Meistararnir fengu stóran skell

Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn í nótt.
Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn í nótt. AFP

San Antonio Spurs lék meistarana í Cleveland Cavaliers grátt í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en SA Spurs vann leikinn með 29 stiga mun, 103:74.

Kawhi Leonard skoraði 25 stig fyrir SA Spurs en hjá Cleveland var LeBron James með 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar en hann lék aðeins í 29 mínútur þar sem hann meiddist á olnboga. Illa hefur gengið hjá meisturunum í mars en í 15 leikjum í mánuðinum hafa þeir tapað 9 leikjum. Ekki beint gott veganesti fyrir úrslitakeppnina sem hefst eftir þrjár vikur. Með tapinu fékk Cleveland niður í annað sætið í Austurdeildinni.

Russell Westbrook tryggi Oklahoma City Thunder sigur gegn Dallas, 92:91, þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 7,1 sekúnda var eftir. Westbrook náði sinni 37. þreföldu tvennu á leiktíðinni, skoraði 37 stig, þar af 16 í fjórða leikhluta, tók 13 fráköst og gaf 20 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

New York - Detroit 109:95
SA Spurs - Cleveland 104:74
Utah New Orleans 108:100
Toronto - Orlando 131:112
Dallas - Oklahoma 91:92
Sacramento - Memphis 91:90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert