Meistararnir mörðu fyrsta leik

Lebron James skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.
Lebron James skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld. AFP

Cleveland Cavaliers marði Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í kvöld, 109:108. Flestir bjuggust við öruggum sigri Cleveland en svo varð nú ekki, eins og lokatölurnar gefa til kynna. 

Cleveland hafði 66:59 forystu í hálfleik og var Indiana aldrei langt undan. Indiana komst í 105:103 forystu í fjórðaleikhluta en með sterkum lokaspretti tókst Cleveland að landa sigri. Staðan er því 1:0 í einvíginu, en fjóra sigra þarf til að komast áfram. 

Lebron James skoraði 32 stig, tók sex fráköst og gaf 13 stoðsendingar fyrir Cleveland á meðan Paul George skoraði 29 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Indiana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert