Toronto jafnaði metin

DeMar DeRozan hjá Toronto reynir að komast í gegnum vörn …
DeMar DeRozan hjá Toronto reynir að komast í gegnum vörn Milwaukee í leiknum í kvöld en Giannis Antetokounmpo stöðvar hann. AFP

Toronto Raptors náði í kvöld að jafna metin í 2:2 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í átta liða úrslitum Austurdeildar NBA í körfuknattleik með góðum útisigri, 87:76.

Milwaukee hafði óvænt náð tveimur sigrum í fyrstu þremur leikjunum en Toronto hefur nú náð vopnum sínum á ný og getur nýtt heimavallarréttinn sem liðið fékk með þriðja sætinu í Austurdeildinni í vetur.

DeMar DeRozan skoraði 33 stig fyrir Toronto og tók 9 fráköst og Kyle Lowry skoraði 18 stig. Tony Snell skoraði 19 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo gerði 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert