Golden State með sópinn á lofti

Manu Ginobili reynir að stöðva Stephen Curry.
Manu Ginobili reynir að stöðva Stephen Curry. AFP

Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. Sópurinn var á lofti því Golden State lagði San Antonio Spurs að velli, 129:115, og þar með 4:0 í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Stephen Curry og Kevin Durant voru frábærir í liði Golden State. Curry skoraði 36 stig og Durant 29 og liðið hefur nú sópað þremur liðum út í úrslitakeppninni. Tólf sigurleikir í röð í úrslitakeppninni og liðið er til alls líklegt í slagnum um meistaratitilinn þar sem andstæðingurinn verður annaðhvort Cleveland eða Boston.

„Golden State var frábært og ég tek hatt minn ofan fyrir því. Það spilar frábæra tegund af körfubolta,“ sagði Gregg Popovich, þjálfarinn reyndi hjá SA Spurs, eftir leikinn. Kyle Anderson var stigahæstur í liði SA Spurs með 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert