Axlarmeiðsli angra Martin

Martin Hermannsson hefur verið frábær í vetur.
Martin Hermannsson hefur verið frábær í vetur. Ljósmynd/David Henrot

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var illa fjarri góðu gamni í gærkvöldi. Hann gat ekki leikið með liði sínu Charleville vegna meiðsla í úrslitakeppninni í frönsku B-deildinni.

Charleville tapaði fyrir Nantes á heimavelli 78:88 í átta liða úrslitum. Ekki þarf að koma á óvart að Martin skilji eftir sig vandfyllt skarð í liðinu því hann var tilnefndur sem leikmaður ársins í deildinni.

Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Nantes næsta sunnudagskvöld en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin. Martin tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að hann vonist eftir því að ná næsta leik en ákvörðun um það verður tekin síðar. Martin er meiddur í öxl og segir hana enn þá valda sér óþægindum. Framfarirnar séu þó stöðugar og hann verði betri með hverjum deginum. Meiðslin komu á leiðinlegum tíma fyrir Martin því hann hefur meira eða minna getað spilað í allan vetur í deildakeppninni.

kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert