Réðu fyrrverandi þjálfara Norður-Kóreu

Þær Guðrún Ámundadóttir og Sigrún Ámundadóttir eru komnar með nýjan …
Þær Guðrún Ámundadóttir og Sigrún Ámundadóttir eru komnar með nýjan þjálfara. Ljósmynd/Stella Andrea

Skallagrímur réð í dag Spánverjann Ricardo Gonzelez til starfa sem þjálfara kvennaliðs félagsins í körfuknattleik. Það er Vísir sem greinir frá.

Gonzalez er 45 ára gamall Spánverji sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum og hefur m.a. þjálfað landslið Norður-Kóreu en hann hefur einnig þjálfa lið í efstu deild á Spáni. Gonzalez tekur við búinu af Manuel Rodriguez sem var sagt upp störfum eftir tveggja ára veru við stjórnvölinn hjá Skallagrími.

Skallagrímur lenti í 3. sæti deildarinnar á síðasta tímabilinu og féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar gegn Keflavík en auk þess tapaði liðið einnig gegn Keflvíkinum í bikarúrslitum.

Eiginkona Gonzlez, Lidia Mirchandani, sem er fyrrverandi atvinnumaður, mun einnig koma að þjálfun hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert