Tap í lokaleik gegn Svartfellingum

Kristófer Acox var stigahæstur íslenska liðsins með 9 stig í …
Kristófer Acox var stigahæstur íslenska liðsins með 9 stig í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði fimmta og síðasta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag er liðið beið lægri hlut gegn Svartfjallalandi, 86:61.

Staðan var 17:15 fyrir Svartfjallalandi eftir 1. leikhluta sem bætti í í 2. leikhluta en staðan í hállfeik var 40:31.

Svartfellingar höfðu járngreipar á leiknum og eftir 3. leikhluta var staðan orðin svört fyrir Íslendinga, 65:43 Svartfellingum í vil sem unnu að lokum öruggan 86:61 sigur.

Kristófer Acox var stigahæstur Íslands í dag með 12 stig, Jón Axel Guðmundsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson settu niður 9 stig hvor.

Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði þremur. Ísland fær bronsverðlaun þar sem liðið er með betri niðurstöðu úr innbyrðisviðureignum við Lúxemborg og Andorra sem einnig unnu tvo leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert