Fimm breytingar fyrir Írlandsleikina

Erna Hákonardóttir er ein af þremur nýliðum sem fóru til …
Erna Hákonardóttir er ein af þremur nýliðum sem fóru til Írlands. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik fór í morgun til Írlands þar sem það leikur tvo vináttulandsleiki gegn Írum, í Cork annað kvöld og í Dublin á laugardaginn. 

Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon þjálfarar liðsins gerðu fimm breytingar á hópnum frá því á Smáþjóðaleikunum í San Marínó þar sem íslenska liðið hlaut silfurverðlaun.

Inn koma þær Erna Hákonardóttir, Dagbjörg Dögg Karlsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Þær sem hvíldar eru í staðinn eru Birna V. Benónýsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir.

Þær Dagbjört Dögg, Erna og Þóra Kristín mun allar að leika sínu fyrstu A-landsleiki í ferðinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Ragnheiður Benónísdóttir, Skallagrími
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfelli
Hallveig Jónsdóttir, Val
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val
Ingunn Embla Kristínardóttir, Grindavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum
Erna Hákonardóttir, Keflavík
Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert