Frakkar fara vel af stað

Frá leik Frakka og Serba í gær.
Frá leik Frakka og Serba í gær. AFP

Annar dagur á Evrópumóti kvenna í körfuknattleik fór fram í gær. Slóvakía og Ungverjaland tryggðu sér sæti í lokakeppninni eftir undanriðil sem innihélt m.a Ísland. Bæði lið töpuðu á fyrsta degi mótsins en þau áttu mun betri dag í gær og unnu bæði. Slóvakía vann Hvíta-Rússland, 68:59 og Ungverjaland vann heimamenn í Tékklandi, 74:70.

Ríkjandi Evrópumeistarar Serba fara mjög illa af stað og hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Í gær var tap gegn Frökkum staðreynd, 73:57. Frakkar hafa unnið báða leiki sína á mótinu til þessa. 

Úrslit á 2. degi EM kvenna: 

Slóvakía - Hvíta-Rússland 68:59
Svartfjallaland - Lettland 55:76
Rússland - Belgía 75:76
Spánn - Úkraína 76:54
Grikkland - Slóvenía 56:59
Tékkland - Ungverjaland 70:74
Ítalía - Tyrkland 53:54
Frakkland - Serbía 73:57

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert