Tvær þjóðir í undanúrslit í fyrsta skipti

Það var hart barist í leik Letta og Spánverja.
Það var hart barist í leik Letta og Spánverja. AFP

Belgía og Grikkland eru komin í undanúrslit Evrópumóts kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögunni eftir óvænta sigra í dag. Belgía vann Ítalíu 79:66 og Grikkland vann stórsigur á Tyrklandi, 84:55. Spánn og Frakkland eru einnig komin í undanúrslit. 

Spánn vann öruggan sigur á Lettlandi, 67:47 og Frakkar áttu ekki í vandræðum með Slóvaka, 67:40. Í undanúrslitum mætast Spánn og Belgía annars vegar og hins vegar Grikkland og Frakkland. 

Lettland, Ítalía, Grikkland og Slóvakía berjast svo um 5.-8. sæti. Lettland mætir Ítalíu og Grikkland spilar við Slóvakíu og fara undanúrslitin og leikirnir um 5.-8. sæti fram á laugardaginn kemur. 

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:

Belgía - Ítalía 79:66
Tyrkland - Grikkland 55:84
Spánn - Lettland 67:47
Frakkland - Slóvakía 67:40

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert