Telja sig ekki brjóta lög

Danero Thomas, Amin Stevens og Quincy Hankins-Cole í leik ÍR …
Danero Thomas, Amin Stevens og Quincy Hankins-Cole í leik ÍR og Keflavíkur. mbl.is/Golli

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, telur sig ekki vera að brjóta reglugerðir Evrópska efnahagssvæðisins eins og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, heldur fram í formlegu bréfi dagsettu 21. júní síðastliðinn.

Forsaga málsins er sú að íslenskum stjórnvöldum barst kvörtun frá ESA þann 6. september sem segir að brotið sé á EES-samningnum með hinni svokölluðu 4+1 reglu KKÍ í leikjum sínum. Reglan kveður á um að aðeins einn erlendur ríkisborgari megi vera inni á vellinum í einu hjá hverju liði.

Í svari innanríkisráðuneytisins við kvörtun ESA, sem dagsett er 25. nóvember og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að mat stjórnvalda sé að kvörtuninni beri að vísa til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, en ekki til íslenskra stjórnvalda þar sem KKÍ sé undir hatti ÍSÍ. Þessu er hafnað í fyrrnefndu bréfi ESA. Bent er á að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu og því þurfi ríkið einnig að bera ábyrgð á ákvörðunum ÍSÍ og undirsambanda, í þessu tilviki KKÍ.

Forráðamenn KKÍ furða sig á því að kvörtuninni frá ESA í haust hafi verið svarað án alls samráðs við sambandið. Þau svör sem Morgunblaðið fékk úr stjórnsýslunni voru á þá leið að kvörtunin hefði verið stjórnsýslulegs eðlis og að KKÍ hefði ekki þurft að koma að borðinu fyrr.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert