Tindastóll að ráða spænskan aðstoðarþjálfara

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson eru að fá nýjan …
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson eru að fá nýjan aðstoðarþjálfara. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Spánverjinn Fernando Bethencourt Munoz hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik fyrir næsta tímabil. Hann gerir eins árs samning með möguleika á árs framlengingu og mun aðstoða Israel Martin, aðalþjálfara liðsins. Þetta kemur fram á Feyki.is.

Samkvæmt vef Körfunnar mun Munoz þessi leika sem spilandi aðstoðarþjálfari en hann er íþróttafræðingur að mennt og starfaði síðast sem afreksstjóri hjá Club Baloncesto Almuñecar í borginni Granada á Spáni. Munoz mun einnig kenna spænsku við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og mun því koma víða við í bæjarfélaginu.

Tindastóll hefur samið við alla sína lykilmenn fyrir tímabilið og auk þess tryggt sér krafta Axels Kárasonar, landsliðsmanns sem kemur á ný til félagsins eftir dvöl í Danmörku þar sem hann nam dýralæknisfræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert