Hayward skrifar undir hjá Boston Celtics

Gordon Hayward í leik með Utah Jazz.
Gordon Hayward í leik með Utah Jazz. AFP

Bandaríski körfuboltamaðurinn Gordon Hayward hefur ákveðið að skrifa undir samning við Boston Celtics í NBA-deildinni. Hayward kemur frá Utah Jazz, þar sem hann hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil. Samningur hans við Utah var runninn út og kemur hann því frítt til Boston. 

Hayward var valinn af Utah Jazz í nýliðavalinu árið 2010 og hafði hann leikið með liðinu síðan. Hann var valinn í úrvalslið deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann skoraði 21,9 stig að meðaltali í leik, ásamt því að taka 5,4 fráköst og gefa 3,5 stoðsendingar. Hann var einn allra besti leikmaður Utah. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert