11 stiga tap gegn Tékkum

Þóra Kristín Jónsdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Þóra Kristín Jónsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvenna­landsliðið í körfuknattleik skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri tapaði í dag gegn Tékkum í fjórða leik sínum í B-deild Evrópumótsins, 55:44. Íslenska liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa. 

Tékkar voru með 17:13 forystu eftir fyrsta leikhluta og var staðan orðin 31:22 í hálfleik. Íslenska liðið vann þriðja leikhluta með einu stigi, en þær tékknesku voru betri í fjórða leikhluta og sigldu sigrinum í hús. 

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst íslenska liðsins með átta stig og þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Björk Gunnarsdóttir skoruðu sjö stig hvor. 

Ísland leikur gegn Þýskalandi í fimmta og síðasta leik sínum á mótinu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert