Þjálfari KR á leið til Spánar

Heiðrún Kristmundsdóttir lék með KR áður en hún lagði skóna …
Heiðrún Kristmundsdóttir lék með KR áður en hún lagði skóna á hilluna. Ómar Óskarsson

Kvennalið KR í körfubolta missir þjálfara liðsins, Heiðrúnu Kristmundsdóttur, en hún þjálfaði liðið í 1. deildinni síðasta vetur. Hún hefur nú samið við Nou Basket Femini Castello á Spáni, þar sem hún verður aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og aðalþjálfari 15-16 ára liðsins.

NBF Castello er í C-deildinni á Spáni og samkvæmt karfan.is segir Heiðrún markmið liðsins að vinna sig upp í B-deildina. Félagið er stærsta kvennaliðið í Castello-fylki.

Heiðrún lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum vegna meiðsla, en tók óvænt við liði KR á síðasta ári sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Benedikt Guðmundsson tók við liðinu í sumar þegar ljóst var að Heiðrún væri á leið út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert