Tryggvi stigahæstur í tapi

Tryggvi Snær Hlina­son var stigahæstur í íslenska liðinu.
Tryggvi Snær Hlina­son var stigahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlynason var stigahæstur á vellinum í 84:62-tapi íslenska A-landsliðsins í körfubolta í leik gegn Litháen ytra í kvöld. Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi fyrir Evrópumótið í Finnlandi sem hefst í lok mánaðar. Tryggvi skoraði 19 stig og tók auk þess sjö fráköst. 

Martin Hermannsson skoraði 14 stig og Kristófer Acox var með átta stig. Litháen var yfir allan leikinn og var staðan í hálfleik 52:27. 

Ísland hefur leik á EM gegn Grikkjum þann 31. ágúst næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert