Landsliðið kvaddi í morgun

Íslenska liðið kvaddi í morgun á Keflavíkurflugvelli.
Íslenska liðið kvaddi í morgun á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik kvaddi í morgun í Leifsstöð áður en liðið hélt af stað til Finnlands þar sem það mun leika á Evrópumótinu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Grikklandi í Helsinki á fimmtudag, en leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. 

Hópurinn flýgur til Helsinki, en von er á stuðningsmönnum þegar líður á vikuna. Hér að neðan má sjá myndir frá því að hópurinn kvaddi í morgun, ásamt lokahópnum sem tilkynntur var í gær.

Loka­hóp­ur­inn er sem hér seg­ir:

Mart­in Her­manns­son - Chalon-Reims – 51 lands­leik­ur
Ægir Þór Stein­ars­son – Tau Ca­stello – 48 lands­leik­ir
Kristó­fer Acox – KR – 25 lands­leik­ir
Hlyn­ur Bær­ings­son - Stjarn­an – 111 lands­leik­ir
Jón Arn­ór Stef­áns­son – KR – 91 lands­leik­ur
Elv­ar Már Friðriks­son - Barry há­skól­inn í BNA – 27 lands­leik­ir
Hörður Axel Vil­hjálms­son - Ast­ana – 65 lands­leik­ir
Logi Gunn­ars­son – Njarðvík – 138 lands­leik­ir
Pavel Ermol­in­skij – KR – 62 lands­leik­ir
Hauk­ur Helgi Páls­son – Cholet – 56 lands­leik­ir
Tryggvi Snær Hlina­son – Valencia – 19 lands­leik­ir
Brynj­ar Þór Björns­son – KR – 62 lands­leik­ir

Ísland er í riðli með Finn­um, Frökk­um, Grikkj­um, Pól­verj­um og Slóven­um.

Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert