Geggjað að sjá til stuðningsmannanna

Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason segir Grikki vera með öfluga hávaxna menn en leikurinn gegn Grikkjum á EM í dag hafi ekki tapast í baráttunni nærri körfunni. 

Mikill fjöldi Íslendinga var á leiknum og hvatti íslenska liðið til dáða en liðið þurfti að sætta sig við tap, 61:90. Tryggva fannst mikið til stuðningsins koma.

„Dásamlegt. Geggjað að sjá þetta. Ég veit ekki hver fjöldinn er en ég get ekki fagnað þeim betur,“ sagði Tryggvi meðal annars sem í dag lék sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliði.

„Gott að vera búinn með fyrsta leikinn en á sama tíma er leiðinlegra að það sé tapleikur,“ sagði Tryggvi meðal annars en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Tryggvi Snær í leiknum í dag.
Tryggvi Snær í leiknum í dag. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert