Tryggvi fékk smjörþefinn hjá Valencia

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason Ljósmynd/Valencia

Tryggvi Snær Hlinason kom inn á í liði Valencia í spænsku A-deildinni í körfubolta í fyrsta skipti í kvöld. Spánarmeistararnir lögðu þá Monbus Obradorio, 80:67. Tryggvi lék 32 sekúndur í blálokin. 

Tryggi gekk í raðir Valencia frá Þór Akureyri fyrir leiktíðina og lék hann með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi í síðasta mánuði. Valencia hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert