Töpuðum leiknum í 2. leikhluta

Ívar Ásgrímsson
Ívar Ásgrímsson mbl.is/Golli

„Flæðið okkar verður mjög slæmt í 2. leikhluta og mér fannst við tapa leiknum þá. Við urðum máttlausir og það vantaði stemningu hjá okkur,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 90:87-tap gegn Keflavík á heimavelli í 4. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel í 3. leikhluta en svo skiptum við inn á og urðum aðeins betri. Við hittum mjög illa þrátt fyrir að við vorum að fá galopin skot hvað eftir annað. Það fór ekkert ofan í hjá okkur á meðan þeir hittu vel. Raggie Dupree og Cameron Forte áttu báðir mjög góðan leik fyrir þá á meðan útlendingurinn okkar átti ekki góðan leik."

Kári Jónsson fór gríðarlega vel af stað í leiknum en eftir því sem leið á hann, dró af honum. 

„Hann er ekki búinn að spila mikið. Hann hitti vel í byrjun og það hafði þau áhrif að hann reyndi mikið í leiknum. Það fór aðeins flæðið við það, flæði sem er búið að vera mjög gott. Við þurfum að læra af þessu.“

Haukar hafa unnið tveimur leikjum og unnið tvo leiki til þessa. 

„Við viljum hafa byrjunina betri. Ég vildi betri úrslit í þessum leik því við eigum ekki að tapa á heimavelli. Það er hins vegar nóg eftir af þessu móti og lið hafa verið að tapa á móti hvert  öðru,“ sagði Ívar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert