Gömlu kempurnar stóðu vel í Breiðabliki

Marcus Walker í leik með KR árið 2015.
Marcus Walker í leik með KR árið 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik er komið í 8-liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman 108:100-sigur á KR b í DHL höllinni í kvöld. KR-liðið var skipað gömlum kempum sem spilað hafa með KR í gegnum tíðina á meðan Breiðablik leikur í 1. deild. 

KR byrjaði leikinn betur og var staðan 30:28 eftir fyrsta leikhlutann. Í 2. leikhluta tók KR völdin og var staðan í hálfleik 62:46, KR b í vil. Breiðablik saxaði hins vegar hægt og rólega á forskotið í síðari hálfleik og var staðan 99:99 þegar skammt var eftir. Breiðablik reyndist sterkara á lokakaflanum og tryggði sér sigur. 

Marcus Walker skoraði 42 stig fyrir KR og Helgi Már Magnússon bætti við 29 stigum. Jeremy Smith var stigahæstur hjá Breiðabliki með 38 stig og Ragnar Jósef Ragnarsson bætti við 23 stigum. 

KR b - Breiðablik 100:108

DHL-höllin, Bikarkeppni karla, 03. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 12:5, 16:10, 26:24, 30:28, 41:30, 50:33, 57:37, 62:46, 65:56, 74:63, 81:67, 86:75, 91:84, 96:91, 99:99, 100:108.

KR b: Marcus Walker 42/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 29/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 8/6 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/6 fráköst, Fannar Ólafsson 3, Guðmundur Þór Magnússon 2.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 38/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 23/7 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 17/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12, Snorri Vignisson 10/6 fráköst, Leifur Steinn Arnason 6/7 fráköst, Halldór Halldórsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Einar Þór Skarphéðinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert