Eyjólfur með þrennu og fór á kostum

Eyjólfur Ásberg Halldórsson verst hér gegn Jóni Arnóri Stefánssyni.
Eyjólfur Ásberg Halldórsson verst hér gegn Jóni Arnóri Stefánssyni. mbl.is/Golli

Eyjólfur Ásberg Halldórsson fór sannarlega á kostum í kvöld þegar Skallagrímur vann Vestra, 106:96, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í Borgarnesi í kvöld.

Eyjólfur náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 22 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Skallagrím, sem var undir í hálfleik 52:49 en sneri blaðinu við eftir hlé. Hjá Vestra skoraði Nebojsa Knezevic 37 stig og tók 12 fráköst.

Skallagrímur er á toppi deildarinnar með 14 stig, hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum, en Vestri er í þriðja sætinu með 10 stig. Snæfell er í öðru sæti með 12 stig og á leik til góða gegn Breiðabliki á sunnudag.

Skallagrímur - Vestri 106:96

Borgarnes, 1. deild karla, 16. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 4:2, 11:8, 15:17, 22:23, 25:33, 31:42, 37:49, 49:52, 55:52, 61:60, 68:60, 75:65, 81:70, 84:76, 96:84, 106:96.

Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 22/14 fráköst/10 stoðsendingar, Aaron Clyde Parks 21/7 fráköst/8 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 20, Darrell Flake 15/6 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 11, Kristján Örn Ómarsson 8, Bjarni Guðmann Jónson 4/4 fráköst, Kristófer Gíslason 3, Atli Aðalsteinsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Vestri: Nebojsa Knezevic 37/12 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 17, Nemanja Knezevic 12/9 fráköst, Andre Cornelius 10, Ágúst Angantýsson 8/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 4/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Adam Smari Olafsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert