Sigurganga Boston Celtics á enda

Kevin Durant kom á gamla heimavöllinn í nótt og er …
Kevin Durant kom á gamla heimavöllinn í nótt og er hér í baráttu við Russell Westbrook. AFP

Boston Celtics tapaði sínum fyrsta leik eftir 16 leikja sigurgöngu þegar liðið heimsótti Miami Heat í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Boston-liðið hefur verið óstöðvandi að undanförnu, en í nótt reyndist Miami of stór biti og vann 104:98. Goran Dragic skoraði 27 stig fyrir Miami en hjá Boston skoraði Kyrie Irving 23 stig.

Golden State Warriors mátti sætta sig við tap fyrir Oklahoma City Thunder, 108:91. Kevin Durant, leikmaður Golden State, var þarna að koma aftur á sinn gamla heimavöll og skoraði 21 stig, þremur minna en Stephen Curry sem var stigahæstur hjá Golden State. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.

Af öðrum úrslitum má nefna að Charlotte Hornets vann Washington Wizards eftir æsilegan leik sem fór í framlengingu, þar em Dwight Howard skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Hornets. LeBron James skoraði svo 33 stig fyrir Cleveland sem vann Brooklyn Nets 119:109, en öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Charlotte Hornets – Washington Wizards 129:124
Cleveland Cavaliers – Brooklyn Nets 119:109
Philadelphia 76ers – Portland Trail Blazers 101:81
Atlanta Hawks – Los Angeles Clippers 103:116
Miami Heat – Boston Celtics 104:98
New York Knicks – Toronto Raptors 108:100
Houston Rockets – Denver Nuggets 125:95
Memphis Grizzlies – Dallas Mavericks 94:95
Minnesota Timberwolves – Orlando Magic 124:118
New Orleans Pelicans – San Antonio Spurs 107:90
Oklahoma City Thunder – Golden State Warriors 108:91
Phoenix Suns – Milwaukee Bucks 107:113
Utah Jazz – Chicago Bulls 110:80
Sacramento Kings – Los Angeles Lakers 113:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert