Tryggvi spilaði gegn Olympiacos

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason lék í tæpar níu mínútur með Valencia í Evrópudeildinni í körfuknattleik í kvöld þegar Spánarmeistararnir tóku á móti gríska stórliðinu Olympiacos.

Grikkirnir höfðu undirtökin mest allan tímann, voru 35:30 yfir í hálfleik og gerðu svo út um leikinn á lokakaflanum þegar þeir náðu tíu stiga forskoti sem Tryggvi og félagar réðu ekki við.

Tryggvi skoraði 2 stig í leiknum, úr tveimur tilraunum, tók 2 fráköst og varði eitt skot frá Grikkjunum.

Valencia hefur nú tapað sjö af tíu leikjum sínum í Evrópudeildinni og er í þrettánda sæti af sextán liðum. Olympiacos er hinsvegar á toppnum með átta sigra í tíu leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert