Blikar aftur í annað sætið

Jeremy Smith skoraði 37 stig fyrir Blika og tók 11 …
Jeremy Smith skoraði 37 stig fyrir Blika og tók 11 fráköst. mbl.is/Golli

Breiðablik komst í kvöld í annað sæti 1. deildar karla í körfuknattleik á nýjan leik með því að sigra FSu örugglega í Smáranum, 96:75.

Blikar eru komnir með 16 stig eftir 11 leiki, eins og Snæfell, en Skallagrímur er með 18 stig á toppnum. Vestri og Hamar eru með 14 stig en eiga bæði leik til góða svo það stefnir allt í gríðarlega tvísýna toppbaráttu í deildinni þar sem efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildinna og fjögur næstu lið fara í umspil um eitt sæti.

Gangur leiksins:: 7:7, 13:12, 20:17, 27:21, 35:28, 43:33, 45:36, 52:39, 59:41, 66:46, 70:53, 74:61, 74:63, 78:65, 86:70, 96:75.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 37/11 fráköst/6 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 16, Þorbergur Ólafsson 12, Sveinbjörn Jóhannesson 11/8 fráköst/3 varin skot, Ragnar Jósef Ragnarsson 7, Halldór Halldórsson 5/6 fráköst, Leifur Steinn Arnason 3/8 fráköst, Matthías Örn Karelsson 3, Hafþór Sigurðarson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

FSu: Charles Jett Speelman 29/8 fráköst, Florijan Jovanov 19/7 fráköst, Ari Gylfason 11/6 fráköst, Maciek Klimaszewski 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Hlynur Hreinsson 3/7 stoðsendingar, Haukur Hreinsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert