Ætlumst til að vinna nánast alla leiki

Matthías Orri Sigurðarson var svekktur í kvöld.
Matthías Orri Sigurðarson var svekktur í kvöld. Ljósmynd/Golli

Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik fyrir Tindastól í 78:74-sigrinum á ÍR í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hann skoraði 26 stig, og gaf átta stoðsendingar. Hann segir brjálaða vörn hafa skilað sigrinum, en Tindastóll var átta stigum undir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. 

„Við byrjuðum að spila brjálaða vörn og það skilar oft sigrum. Ég er oftast ánægður með vörnina okkar," sagði Sigtryggur í samtali við mbl.is eftir leik. Hann segist spenntur fyrir deildarleikinn gegn Stjörnunni á fimmtudaginn kemur. 

„Ég er mjög spenntur. Það hjálpar okkur að eiga svona leik á heimavelli og taka þetta með sér í Stjörnuheimilið og byggja á því," sagði Sigtryggur. 

Ætlumst til að vinna nánast alla leiki

Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, var að vonum svekktur síðasta leikhlutann. 

„Við gerðum voðalega lítið í sókninni og skorum mest á vítalínunni. Þeir herða tökin á okkur og við náðum ekki að svara því. Við spiluðum góða vörn í leikhlutanum en við náðum bara ekki að skora."

„Ég get ekki beðið eftir leiknum við Keflavík á föstudaginn og að sama skapi get ég ekki beðið eftir leiknum 4. janúar, en þá koma Stólarnir í heimsókn til okkar. Við erum mjög spenntir því við ætlumst til að vinna nánast alla leiki núna," sagði Matthías. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert