Isinbajeva fær ekki undanþágu

Yelena Isinbayeva á IAAF World Championships árið 2013 þar sem …
Yelena Isinbayeva á IAAF World Championships árið 2013 þar sem hún vann gullverðlaun. AFP

Rússneski stangarstökkvarinn Jelena Isinbajeva fær ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó samkvæmt úrskurði Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF). Hún segir að beiðni hennar um undanþágu hafi verið hafnað af sambandinu.  

Hin 34 ára Jelena Isinbajeva er tvöfaldur ólympíumeistari í stangarstökki, þrefaldur heimsmeistari og á núverandi heimsmet í greininni. Hún hefur áður sagt að hún leggi skóna á hilluna fái hún ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. 

Síðasta sunnu­dag úr­sk­urðaði Alþjóðaólymp­íu­nefnd­in gegn alls­herj­ar­banni á rúss­neska íþrótta­menn en til­tók að þeim sem komu fyr­ir í McLar­en-skýrsl­unni um lyfja­notk­un yrði meinuð þátt­taka í Ríó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert